Í máli �?mars Garðarssonar, ritstjóra Frétta sem greindi frá valinu, kom fram að Rut hefði nýtt sér þá möguleika sem felast í fjarnámi og sé nú komin í framkvæmdastjórastöðu hjá Vestmannaeyjabæ.
Taflfélag Vestmannaeyja fékk Fréttapýramídann fyrir framlag sitt til íþrótta en Taflfélaginu hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarið og á nú afrekstaflmenn á landsvísu. Magnús Matthíasson, formaður Taflfélagsins veitti verðlaununum viðtöku.
�?á var Viska, fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja valið félag ársins en Viska hefur bæði staðið fyrir fjölda námskeiða og sömuleiðis haldið utan um fjarnám Eyjamanna undanfarin ár. �?að var Valgerður Guðjónsdóttir, forstöðumaður Visku sem veitti verðlaununum viðtöku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst