Rut Kristjánsdóttir mun ganga til liðs við ÍBV frá Fylki en gengið verður frá samningi á næstu dögum. Rut er 23 ára miðjumaður sem hefur allan sinn feril leikið með Fylki fyrir utan sex leiki á láni hjá Haukum sumarið 2015. Í fyrra skoraði hún tvö mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni. Í fyrrasumar varð Rut fyrir því ólani að missa tönn í leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum en landsliðsþjálfarinn og tannlæknirinn Heimir Hallgrímsson var sem betur fer á vellinum og bjargaði málunum áður en langt um leið.