Rúta stórskemmdist í gær þegar henni var ekið upp undir landgöngubrú Herjólfs. Ofan á þaki rútunnar var kælibúnaður sem skemmdist mikið og þak rútunnar flettist af að hluta. Aðeins bílstjórinn var í rútunni þegar óhappið varð, en bílstjórinn meiddist ekki. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs sagði í samtali við Eyjafréttir.is að svo virðist sem landgöngubrúin hafi sloppið við skemmdir.