Sæti ÍBV í úrvalsdeild er tryggt en í kvöld tapaði Fjölnir fyrir Fram. Þar með missti Fjölnir af möguleikanum að hanga í deildinni og getur ekki náð ÍBV eða Grindavík að stigum. Fjölnir fellur því niður í 1. deild ásamt Þrótti en sæti þeirra taka Selfyssingar og Haukar.