Sýningar úr Ljósmynda- og Kvikmyndasafni Vestmannaeyja í verslunargluggum sem hófust á fimmtudaginn síðasta hafa svo sannarlega slegið í gegn. Og svo mjög að ákveðið er að halda þeim áfram fram yfir næstu helgi.
Alla helgina mátti sjá fólk fyrir utan verslanir sem tóku þátt í þessu með söfnunum. Talsverðan tíma tekur að sjá allar myndirnar sem eru tíú mínútur að lengd hver syrpa. Kom fram beiðni um að þessu yrði haldið áfram og tóku verslunareigendum vel í það. Það gefst því áfram tækifæri til að kíkja inn um þann glugga í sögu Vestmannaeyja sem þarna opnast. Kjörið tækifæri fyrir fólk að mæta á sýningar án þess að brjóta samskiptareglur.
Verslanir sem taka þátt í verkefninu eru Litla Skvísubúðin, Geisli, Smart, Baldurshagi við Bárustíg, Flamingó, Póley, Brothers Brewery, Penninn, Miðstöðin, Leturstofan og Tölvun. Er kaupmönnum og verslunarfólki þökkuð velvild og lipurð við að koma þessari útgáfu af Safnahelgi á koppinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst