Saga af Þorsteini Inga bróður og fleirum
17. ágúst, 2024
Frændi og bróðir. Árni með frænda sínum Árna Johnsen og Þorsteini Inga á 35 ára goslokaafmæli. Mynd Sigurgeir Jónasson.

-Árni Sigfússon rifjar upp flutning til Reykjavíkur – Hann er höfundur þjóðhátíðarlagsins 1978, Ágústnótt og á textann líka

Hér er minning um prófessorinn og bróður minn Þorstein Inga. Hún tengist flutningi okkar frá Eyjum og fyrsta árinu í Reykjavík. Við fjölskyldan fluttum frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur þegar ég var 12 ára gamall, um sumarið 1969. Þorsteinn Ingi eldri bróðir minn átti þá að byrja í menntaskóla og talið var að ég og yngri systkini mín fjögur myndum fylgja á eftir, svo best væri að koma öllum í kallfæri við slíkan skóla í Reykjavík.

Við fluttum búslóðina með fiskibát um sumarið, fyrst í Hafnarfjörð og síðan til Reykjavíkur á Háaleitisbraut 111 rétt fyrir haustið 1969. Pabbi hafði ráðið sig til kennslu í Vogaskóla í Vogahverfinu og var talið ,,ráðlegast” að ég fylgdi honum þangað um haustið. En, þetta var ekki mitt skólahverfi!

Ég skildi samt ekkert hvaða áhyggjur þetta voru af mér. Ég hafði verið hæstur á barnaskólaprófi í Eyjum og var bara tilbúinn í slaginn hvar sem var í höfuðborginni, úr því að ég var brottfluttur frá Eyjum. Ég var samt afar ósáttur við að fara frá Eyjunni minni, afa og ömmu, Ingu Dóru og Helga, föðursystrunum Svölu í Suðurgarði og Imbu Johnsen, Þresti, og öllum vinum mínum á Kirkjubæjarbrautinni og í Barnaskólanum. En hvað um það? Ákvörðun um Reykjavík var tekin og einnig um Vogaskóla fyrir mig.

Þau höfðu líklega talið að ég væri eitthvað einmana svo betra væri að fylgjast með mér. Pabbi átti að gera það í skólanum sem hann hafði ráðið sig til. En Vogahverfið var ekki mitt skólasvæði, ég hefði átt að fara í Álftamýrarskóla. Það þýddi talsverða göngu á hverjum morgni, 30 mínútna hraðgöngu fyrir mig úr Háaleitinu niður í Vogaskóla.

Ég fékk því þá frábæru hugmynd að kaupa mér skellinöðru. Þar kemur eðlis- og rafræðingurinn Þorsteinn Ingi, bróðir minn inn í málið! Ég sagði pabba frá auglýsingu um Hondu, 49 cúbica hjól sem væri til sölu í Laugarneshverfinu. Pabbi, alltaf til í svona ævintýri, fór með mér og hjálpaði mér að ganga frá kaupum. Þannig þeyttist ég síðan  nokkrar vikur á milli skóla og heimilis, alsæll!

En það reyndist skammgóður vermir. Skellinaðran mín var geymd í opinni hjólageymslu á jarðhæð Háaleitisbrautar 111, í blokkinni, hvar við bjuggum. Einn kaldan haustmorgun mæti ég af 3. hæðinni í hjólageymsluna að ræsa hjólið mitt. Var þa búið að stela start petalanum af því. Snökktandi sagði ég Þorsteini bróður frá þessu – hann þá að byrja í MH.

Sjálfskipaðir lögreglumenn

Við létum lögregluna vita, sem taldi þetta ekki vera í forgangi glæpamála. Þorsteinn lagði því til að við yrðum sjálfskipaðir rannsóknarlögreglumenn í málinu. Hann lagði til ,,raffræðilega” nálgun: Við bræður sváfum saman í 6 fermetra herbergi  á 3. hæð í blokkinni. Þorsteinn  lagði til að við legðum rafkapal frá herbergi okkar í blokkinni niður svalirnar og niður í hjólageymsluna á jarðhæðinni. Þar tengdi hann rafmagnið við lamirnar á inngangshurðinni að geymslunni.

Í herbergi  okkar bræðra á 3. hæðinni hafði hann tengt ljós, sem myndi kvikna við það að hurðin væri opnuð. Nú skyldi þjófurinn gómaður: um leið og ljósið kviknaði í í kytrunni okkar, myndum við vakna, rjúka út á svalir, hrópa ókvæðisorð að þjófnum, Þorsteinn hringja í lögreglu og ég hlaupa niður. Við sofnuðum því fullir öryggis og værðar en tilbúnir í baráttuna ef á þyrfti að halda um nóttina. Um morguninn vöknuðum við vel hvíldir – Ekkert hafði gerst – Ég hélt niður í hjólageymslu, og sá að það var búið að hirða allan mótorinn af skellinöðrunni!

Kviknaði ljós í herbergi okkar um nóttina? Líklega, en við áfram í fasta svefni.  Ég var eyðilagður- mótorinn farinn!- engin löggæsla að vinna málið! En Þorsteinn taldi þetta mikinn lærdóm. Ég skildi það ekki, spurði hann hverju væri meira að stela? En hann var með hugann við annað. Næst þyrfti að vera hljóðmerki sem fylgdi ljósinu uppi í herberginu okkar!  En það reyndi ekki á þetta  ,,næst” – mótorinn fannst aldrei, skellinaðran fór aldrei í gang á mínum vegum og ég gekk í skólann eftir þetta.

Fyrir vikið eignaðist ég góða vini og kunningja á gönguleiðinni, eins og Hákon Örn Arnþórsson á leið hans að strætóskýli við Grensásveg upp í  Ósabakka í Breiðholti og Bubba Morthens á styttri speli inn Gnoðavog. Það var þess virði að tapa Hondunni, eftir á að hyggja. Ég naut þess mikið frekar, því 30 mínútna gangur og lífsins spjall með vinum og kunningjum fylgdi því hvern morgun!

 

 

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Fors 14 Tbl 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst