Fékk nánast öll verðlaunin
�?að vakti athygli í Barnaskólanum að einn nemandi fékk nánast öll verðlaun sem veitt eru fyrir góðan árangur. Saga Huld Helgadóttir fékk alls sjö verðlaun sem flest voru bækur og var hún í mestu vandræðum með að halda á þeim öllum þegar blaðamaður bað hana um að stilla sér upp.
Saga Huld er dóttir Svanhvítar Friðþjófsdóttur og Helga Einarssonar en fósturpabbi hennar er Egill Guðnason. Saga á tvö systkini, þau Einar Kristin Helgason og Urði Eir Egilsdóttur. Saga var til í smá spjall um námið en hún segist hafa haft gaman af því að vera í Barnaskólanum. �?�?g byrjaði reyndar í Hamarsskóla, var þar í fyrsta til þriðja bekk en flutti svo á milli hverfa og skipti um skóla. �?g man reyndar voðalega lítið eftir því að hafa verið í Hamarsskóla þannig að ég get lítið sagt til um hvernig mér fannst að vera þar. En mér fannst mjög skemmtilegt í Barnaskólanum. Mér hefur alltaf fundist skemmtilegt að læra og félagslífið var fínt líka.�?
Er eitthvað sem stendur upp úr eftir þessi sjö ár í Barnaskólanum?
�?Já, ég held ég verði að segja skólaferðalögin tvö sem við fórum í. Fyrst fórum við í skíðaferðalag í Bláfjöll í sjöunda bekk en það endaði reyndar með því að við fórum ekkert á skíði því það var enginn snjór. En í tíunda bekk fórum við um Suðurlandið og það var mjög skemmtilegt og það sem ég kem til með að muna lengi.�?
Hvað með kennarana, áttu þér einhverja uppáhalds kennara?
�?Nei, í raun og veru ekki. �?g var með mjög marga kennara í Barnaskólanum en ætli það sé ekki Guðrún Snæ sem er uppáhaldskennarinn minn en hún kenndi mér í Hamarsskóla.�?
Gaman í Hamarsskóla
Bjarni Bragi Jónsson útskrifaðist úr Hamarsskóla á miðvikudag ásamt öllum 10. bekkingum. Bjarni hefur verið í sama grunnskólanum alla sína grunnskólagöngu en hann er sonur Guðrúnar Stefánsdóttur og Jóns Braga Bjarnasonar en fósturpabbi hans er Arnar Sigurmundsson. Bjarni á svo tvö systkini, Sigurrós og Sigríði Dröfn Jónsdætur.
Bjarni settist í stutta stund niður með blaðamanni og við fórum yfir námsárin og framtíðarplönin.
�?�?að var bara virkilega fínt að vera í Hamarsskóla en ég veit ekki hvort það er eitthvað sem stendur upp úr eftir þessi tíu ár. �?g var að mestu leyti mjög heppinn með kennara þó við höfum fengið nokkuð marga. �?tli við höfum ekki verið svona erfiður bekkur en ef ég á að nefna einhvern einn kennara sem minn uppáhaldskennara þá verð ég að nefna Má Jónsson. Hann hefur öðruvísi kennsluaðferðir, mjög agaður í allri framkomu sem virkar mjög vel fyrir mig. Svo stendur líka upp úr allir þeir vinir sem maður hefur eignast í grunnskólanum og kemur til með að eiga alla lífstíð.�?
Bjarni segist líka minnast pólitískrar þrætu við kennarana með hlýhug. �?Við áttum það til að breyta kennslustundum í pólitískar umræður af bestu gerð, sérstaklega ef maður fann veikan punkt á kennurunum þá nýttum við okkur það til að fá smá hvíld frá námsefninu,�? segir Bjarni og glottir en umsjónarkennari hans í vetur var einmitt Jórunn Einarsdóttir sem sat í 6. sæti framboðslista vinstri grænna. �?�?að gátu verið skemmtilegar umræður svona rétt fyrir kosningar,�? segir Bjarni og hlær.
Viðtölin birtast í heild sinni í Fréttum á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst