�?að hefur mikið baráttumál fyrir Eyjamenn síðan Landeyjahöfn opnaði að fá sama fargjald hvort sem það er siglt til �?orlákshafnar eða Landeyjahafnar. Nú mun þessi breyting loks ganga í gegn ef marka má orð Sigurðs Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á flokksþingi Framsóknarflokksins í morgun. Lofaði Sigurður Ingi að frá og með mánudeginum mun þessi breyting taka gildi.
Mbl. is greindi frá.
�??Sum okkar eru háð því að samgöngur á sjó séu skilvirkar. �?g hef lengi barist fyrir því að íbúar Vestmannaeyja búi við góðar samgöngur. �?jónustuna þarf að bæta og kostnaður að lækka sérstaklega fyrir fjölskyldur, ef Herjólfur getur ekki siglt frá Landeyjarhöfn, en þarf að fara frá �?orlákshöfn í staðinn.
Mér er því ljúft að segja frá því að frá og með mánudeginum verður sama fargjald, þó siglt sé í �?orlákshöfn. �?að er byggðastefna í verki,�?? sagði Sigurður Ingi.