Sameinuð almannavarnarnefnd fundaði í fyrsta sinn
7. júní, 2007

Í nefndinni eiga sæti einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi, einn fulltrúi frá svæðisstjórn björgunarsveitanna, einn fulltrúi frá Rauðakrossdeildunum og einn fulltrúi frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Auk þess lögreglustjóri, yfirlögregluþjónn og löglærður fulltrúi lögreglustjóra, sem jafnframt er ritari nefndarinnar. Kjartan �?orkelsson lögreglustjóri var kosinn formaður nefndarinnar og Sveinn Pálsson sveitarstjóri Mýrdalshrepps varaformaður.

Á þessum fyrsta fundi nefndarinnar var farið yfir hlutverk nefndarinnar sem er að skipuleggja og annast björgunar- og hjálparstörf vegna hættu eða tjóns sem skapast hefur vegna hernaðarátaka, náttúruhamfara eða af annarri vá. �?ær skulu gera áætlanir um skipulag almannavarna í samvinnu við ríkislögreglustjóra og almannavarnaráð.

Rætt var um helstu verkefni nefndarinnar s.s. viðbraðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu, áhættuskoðun, vettvangsstjórnarnámskeið og hver staðan væri í viðbragðs- og rýmingaráætlunum vegna Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls.

Meðfylgjandi mynd var tekinn í aðstöðu aðgerðastjórnarinnar í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst