Vestmannaeyjabær hefur nú látið KPMG vinna fyrir sig svokallað Samfélagsspor sem veitir upplýsingar um greidda skatta og þann hluta þeirra sem nýtist til uppbyggingar og þjónustu í nærumhverfinu. Niðurstöður KPMG eru að á árinu 2013 námu skattgreiðslur til ríkisins 8.629 milljónum króna. Framlög ríkisins til nærþjónustu í Vestmannaeyjum voru hinsvegar 3.075 milljónir. Samfélagsspor Vestmannaeyja nam því samtals 5.527 milljónum á árinu 2013. �?að merkir að íbúar og fyrirtæki í Vestmanneyjum lögðu rúmlega 5500 milljónum meira til hins opinbera en nýtt var til þjónustu í nærumhverfi þeirra.
Sjá má itarlega grein h
ér á heimasíðu Elliða Vignissonar.