Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar það sem af er árinu og að sögn Gunnlaugs Grettissonar, rekstarstjóra Herjólfs, hafa 11 ferðir verðið felldar niður á þessu ári. Margir hafa undrað sig á hve oft ferðir hafa verið felldar niður á þessu ári en Herjólfur sigldi ekki á miðvikudag, enda vitlaust veður og haugasjór. Samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs er staðan svipuð og á sama tíma og í fyrra.