Framhaldskólinn verður settur næsta mánudag, 24 ágúst kl. 13. Um þrjú hundruð og tuttugu nemendur koma til með að stunda nám við skólann sem er svipaður fjöldi og í fyrrahaust. Baldvin Kristjánsson, aðstoðarskólameistari FÍV, sagði námsframboð vera með hefðbundnu sniði, bóknámsbrautir til stúdentsprófs og vélstjórnarbraut sem eru vel sóttar.