Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs var m.a. rætt um endurbyggingu upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar. Fyrir liggja drög að verksamningi við John Berry Cons. en ráðið samþykkti að fela verkefnastjórn um endurbygginguna að ganga frá samningi við John Berry hjá Berry Consultings Inc. um sérfræðiþjónustu en John Berry hefur komið að undirbúningi endurbyggingarinnar síðustu mánuði.