Samræmd könnunarpróf í 4., 7., og 10. bekk 2014
17. september, 2014
Í næstu viku, vikuna 22. �?? 26. september munu nemendur í 4. bekk, 7. bekk og 10. bekk þreyta samræmd könnunarpróf. �?essi próf gefa þeim tækfæri til að sýna hvað í þeim býr. Nemendur í 7. og 10. bekk hafa nú tækifæri til að bæta árangur sinn frá því er þeir þreyttu samræmd próf fyrir þremur árum og nemendur 4. bekkja eru að takast á við verkefnð í fyrsta sinn og því mikilvægt að þeir fái öfluga hvatningu og stuðning svo að þeir nái að gera sitt besta. Við hin, foreldrar, kennarar og samfélagið allt , verðum líka að leggja okkur fram. Árangur og framfarir nást ekki nema með þrotlausri vinnu og þrautseigju og það er okkar allra að stuðla að því að svo geti orðið.
Með óskum um velgengni, framfarir og góðan árangur
Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst