Af gefnu tilefni vil ég undirrituð benda Kristjáni L. Möller, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á að bæjarráð Vestmannaeyja fer með samgöngumál fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, ekki Elliði Vignisson, bæjarstjóri. Það er því einkar ómaklegt af ráðherra að persónugera samskipti á þann hátt sem hann hefur nú gert í tvígang og það í fjölmiðlum. Í opnu bréfi sínu birtu á eyjafrettir.is 14. janúar sl. uppnefnir ráðherra bæjarstjóra ítrekað og fer með níðvísu um persónu hans.