Milli jóla og nýárs var úthlutað úr styrkarsjóði Sparisjóðsins. Við sama tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli Sparisjóðs Vestmannaeyja og ÍBV-íþróttafélags annars vegar og Taflfélags Vestmannaeyja hins vegar. Sparisjóðurinn hefur styrkt bæði félög undanfarin ár og var samningur þess efnis því í raun framlengdur.