Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í vikunni sem leið þar var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi við Faxastígur 36. Guðmundur Oddur Víðisson f.h. Orkan ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir bílaþvottastöð á lóð fyrirtækisins Faxastíg 36, í samræmi við framlögð gögn.
Umsóknin var samþykkt með neðangreindri bókun. “Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst