Sannkölluð íþróttaveisla verður í Eyjum á morgun. En dagurinn byrjar með grillveislu og andlitsmálun klukkan 14.00, fyrir hanboltaleik ÍBV-Hauka. En eins og flestir vita eru strákarnir okkar komnir í undanúrslit í Olís deildinni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Staðan í einvíginu er 2:1 fyrir Haukum. Boðið verður upp á barnapössun í sal 1 í íþróttahúsinu meðan á leik stendur en þar verður hoppukastali og fjör fyrir börnin. Klukkan 17.00 er svo fyrsti leikur meistaraflokks ÍBV karla í fótboltanum á Hásteinsvell, þar sem Eyjamenn taka á móti ÍA. Frítt verður á leikinn og hvetjum við alla til þess að mæta á völlinn.
Forsala miða er í Tvistinum og verðið er 1500 krónu. ÁFRAM ÍBV!!