Nú þegar jólin eru á næsta leyti er ekki seinna vænna en að fara að huga að jólagjöfum. Partur af jólagleiðinni er að búa til notalega stemningu heima fyrir og velja góðar gjafir fyrir fólkið sitt. Íbúar í Eyjum þurfa ekki að leita langt yfir skammt til að finna réttu gjafirnar og skapa alvöru hátíðarstemningu, því hér í heimabyggð má finna allt sem hugurinn girnist. Við ræddum við Söru Sjöfn Grettisdóttur eiganda gjafavöruverslunarinnar Póley um komandi jólavertíð.
Sara segir jólasöluna hafa farið vel að stað í ár og að fólk sé einnig frekar tímanlega í því, sem sé frábært. ,,Við erum alltaf jafn þakklát fólkinu sem verslar í heimabyggð því án þeirra væri engin verslun,“ segir Sara Sjöfn. Aðspurð hver sé jólagjöfin í ár svarar hún að handa fullorðna fólkinu sé það eitthvað sem hægt sé að borða og njóta. ,,Við erum með mikið úrval til að setja saman fallega gjöf. Einnig er sniðugt að gefa eitthvað hlýtt eins og góða ullarsokka eða klút, og þá mæli ég eindreadalgið með Farmers Market. Fallegur skartgripur er líka alltaf klassískt.“ Fyrir þá sem ,,eiga allt“ mælir hún með sælkeraboxum, því slíkt nýtist öllum. Handsápa og handáburður eru líka vinsælir og praktískir valkostir. En hver eru hennar ráð til að skapa hlýja og notalega stemningu heima fyrir jólin? ,,Ég myndi segja að það væru seríur, kerti, greni og jólailmur að þínu skapi og þá er komin dásamlega kósý stemning,“ segir Sara Sjöfn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst