Í gærkvöldi var Sumarstúlkukeppnin haldin í Höllinni. Keppnin var öll hin glæsilegasta en 14 Eyjastúlkur tóku þátt í keppninni. Sara Rós Einarsdóttir var að lokum valin Sumarstúlkan 2011 og er vel að titlinum komin. Arna Hlín Ástþórsdóttir var valin Sportstúlkan, Halla Björk Jónsdóttir var valin ljósmyndafyrirsæta og Rósa Sólveig Sigurðardóttir var valin Bjartasta brosið og einnig vinsælasta stúlkan.