Sáralítið mælist af loðnu
13. febrúar, 2024
Heimaey VE tekur þátt í loðnumælingum. Ljósmynd/Hólmgeir Austfjörð.

Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er nú langt komin með þátttöku þriggja uppsjávarveiðiskipa.

Fram kemur í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar að eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið en Heimaey og Polar Ammassak þurftu frá að hverfa þaðan um helgina vegna veðurs. Áætlað er að yfirferðinni ljúki á morgun, miðvikudag. Ásgrímur Halldórsson lauk við sína yfirferð úti fyrir Norðaustur- og Austurlandi um helgina.

Þótt yfirferðinni sé ekki lokið vill Hafrannsóknastofnun upplýsa strax að mjög lítið hefur mælst af loðnu það sem af er þessari febrúar mælingu. Gert er ráð fyrir frekari vöktun og yfirferð að þessum mælingum loknum en fyrirkomulag þeirra skýrist seinna í vikunni. Svæðin sem þá verður líklegast lögð áhersla á eru norðvestur af landinu og undan Vestfjörðum ásamt Suðausturmiðum.

litid-maelist-af-lodnu
Mynd/Hafrannsóknastofnun
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst