Þar kom að því að kvennalið ÍBV í meistaraflokki fengi á sig mark, – og tap – eftir fimm taplausa leiki og án þess að fá á sig mark í þeim. Í kvöld var Stjarnan í Garðabæ mótherjinn og leikurinn fór fram gervigrasvelli þeirra. Stjörnustúlkur voru mun ákveðnari og meira með boltann í leiknum og hafa eflaust kunnað betur við sig á gervigrasinu en ÍBV. Eyjastúlkur beittu beitti sem fyrr skyndisóknum og ein þeirra bar árangur eftir um 20 mínútna leik þegar markamaskínan Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir 1-0, og þannig var staðan í hálfleik.