Stelpurnar tóku á móti Stjörnunni fyrr í dag og fyrirfram var Stjarnan talin sterkari aðilinn. Eyjastúlkur komu mjög sterkar til leiks og var leikurinn í járnum allan tíman og leiddu Eyjastúlkur allan fyrri hálfleikinn og mestur fór munurinn í 4 mörk. Staðan í hálfleik var 11-10 ÍBV í vil.