ÍBV og Selfoss mættust í dag í 1. deild karla í handbolta en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Selfyssingar hafa verið á miklu flugi í upphafi leiktíðar og höfðu unnið þrjá af fjórum leikjum en á meðan höfðu Eyjeamenn unnið tvo, báða á heimavelli. En gestirirnir frá Selfossi voru mun sterkari í dag og unnu örugglega í miklum markaleik en Selfoss var yfir allan tímann. Lokatölur 34:42 en staðan í hálfleik var 19:22.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst