Fram kemur í fréttatilkynningu að með ákvæðum í samstarfssamningnum fær Hveragerðisbær auk þess um 110 milljónir króna í beint fjárframlag frá Kambalandi, þar sem fyrirtækið skuldbindur sig til þess að borga Hveragerðisbæ 480 þúsund í hvert sinn sem lóð eða íbúð er seld á skipulagssvæðinu. Er þetta gert til þess að bærinn geti staðið undir kostnaði á þjónustu við hvern íbúa.
Kambaland mun, samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóra, kosta allar framkvæmdir á svæðinu svo sem undirbyggingu gatna, gangstétta og göngustíga auk þess að leggja bænum til, endurgjaldslaust, allt að 1,5 ha lóð undir skólamannvirki. Ennfremur mun fyrirtækið ganga frá tveimur leikvöllum og greiða til hálfs framkvæmdakostnað við sparkvöll.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst