Nú hillir loksins undir að byrjað verði á byggingu fjölnota íþróttahúss við Hástein. Nýja húsið á að hýsa hálfan knattspyrnuvöll og verður á honum gervigras af fullkomnustu gerð. Það er byggingafyrirtækið Steini og Olli ehf. sem reisir húsið. Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri, sagði í samtali við Fréttir að búið væri að panta stálgrindina frá Lettlandi og kemur hún öðru hvoru megin við áramót en húsið verður svo klætt alusink járni.