Ýmsar kannanir benda til að Vinstrihreyfingin- grænt framboð sé á mörkum þess að ná þingmanni í Alþingiskosningunum á laugardaginn. Það væri að mínu mati afar skaðlegt fyrir íslenskt samfélag ef hreyfingin fengi engan fulltrúa og talsmenn á Alþingi. Því skora ég á kjósendur að velta vel fyrir sér fyrir hvað Vinstrihreyfingin- grænt framboð stendur og hverja samleið hún á með almenningi í þessu landi. Hér nefni ég nokkur dæmi þar sem stefna hreyfingarinnar kemur fram, stefna sem hefur sérstöðu miðað við stefnu annarra stjórnmálaafla.
Hér hef ég nefnt örfá áherslumál Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, mál sem sýna sérstöðu hennar miðað við önnur stjórnmálaöfl í landinu. En málin eru fleiri. Öll eiga þau fullt og nauðsynlegt erindi við flest okkar og þess vegna er nauðsynlegt að við tryggjum að hreyfingin eigi fulltrúa og talsmenn á Alþingi til þess tala máli venjulegs fólks. Það gerum við með því að setja X við V á laugardaginn.
Ragnar Óskarsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst