Ein af þeim nýjungum sem kynntar voru á borgarafundi um þjóðhátíð í gærkvöldi var forsala á hátíðina. Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti að miðaverð yrði hækkað í ár frá því í fyrra enda hefur miðaverð haldist það sama undanfarin ár. Hins vegar verður sérstök forsala nú í byrjun maí, nánar tiltekið frá 6. til 13. maí en forsalan fer fram í Skýlinu og á vefsíðunni n1.is. Miðaverð í þessari sérstöku forsölu er 12.900 kr. en nefndin vildi ekki gefa það upp hvert endanlegt miðaverð yrði á hátíðina.