Senn rís fjölnota íþróttahús við Týsheimilið og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið til notkunar í haust. Húsið er 4500 fermetrar að innanmáli. Hæst fer það í fimmtán metra. Það er hannað af TPZ teiknistofu og verður bogadregið eins og sést á teikningunni og á að falla vel að umhverfinu. Mikið þurfti að grafa og er barðið tíu metrar syðst þannig að þeim megin stendur húsið u.þ.b. fimm metra upp fyrir. Þrátt fyrir það mun húsið setja svip sinn á umhverfið eins og sést á samanburði þess við Týsheimilið.