Alls voru sjö handboltastelpur frá ÍBV á landsliðsæfingum í handbolta um síðustu helgi. Þær Drífa Þorvaldsdóttir og Berglind Dúna Sigurðardóttir voru á æfingum með U-18 ára landsliðinu en Drífa er örvhent skytta og Berglind markvörður. Þá voru fimm stelpur á æfingum hjá U-16 ára landsliðinu, sem Eyjakonan Unnur Sigmarsdóttir þjálfar ásamt Díönu Guðjónsdóttur.