Gömul og ný Eyjalög í bland við færeysk lög verða tekin fyrir.
Blítt og létt hópurinn er að ljúka sínu 8. starfsári og viljum við að því tilefni bjóða bæjarbúum og gestum, frítt inn á meðan húsrúm leyfir.
Hópurinn, mun í lok mánaðar fara sína aðra ferð til Færeyja til að gleðja bræður okkar í Götu og Fuglafirði, en 5 ár eru liðin frá því síðast.
U.þ.b. 50 manns frá Eyjum fara þessa ferð en þegar fréttist að Blítt og létt væri aftur á leiðinni til Færeyja fóru þau 25 aukasæti sem í boði voru, um leið.