Næsta ferð fellur því miður niður. �?lduhæð klukkan 18:00 er komin í 2.9 m. �?ví þarf að fella næstu ferð, frá Eyjum 18:30 og frá Landeyjum 19:45.
Uppfært::
Síðasta ferð Herjólfs til og frá Landeyjahöfn í kvöld hefur verið felld niður en ölduhæð við Landeyjahöfn klukkan 19 var 3.3 metrar og straumurinn við höfnina er enn að aukast og því ófært til Landeyjahafnar.
�?lduspá fyrir miðvikudag og fimmtudag er slæm fyrir siglingar í Landeyjahöfn og allt útlit fyrir að ekki verði hægt að sigla þangað næstu tvo daga.
Til að draga úr óvissu þá hefur verið ákveðið að sigla til �?orlákshafnar í fyrramálið þar sem ölduspá gerir ráð fyrir 4-5 metra öldu á morgun.
Siglingar á morgun miðvikudag, 09.09.2015
Brottför úr Vestmannaeyjum 08:30 og 15:30
Brottför úr �?orlákshöfn 11:45 og 19:15.
Við áskiljum okkur hinsvegar þann rétt að ef aðstæður breytast og ef það verður fært í Landeyjahöfn kl 7:30 í fyrramálið þá verður siglt þangað klukkan 8:30, nánar um það ef til þess kemur.
Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi RUV.
Nánari upplýsingar í síma 481-2800.
Sjá nánar:
Staðan núna:
�?lduspá:
Veðurspá: