Lokaball sumarsins mun fara fram þann 19. júní í Höllinni en þá er Sumarstúlkukeppnin og mikið um dýrðir. Í Svörtum Fötum munu leika fyrir dansi og hefst dansleikurinn kl 23:30 og standur til 03. Höllin mun svo fara í pásu fram til 11. september 2010 þannig að nú er um að gera að mæta á ballið og tjútta líkt og enginn sé morgundagurinn. Þennan sama dag mun fara fram Latarbæjarhátíð í Höllinni fyrir yngstu kynslóðina.