Vegna vinds og öldugangs við Landeyjahöfn, fellur síðasta ferð Herjólfs niður. Samkvæmt áætlun átti skipið að fara frá Eyjum kl. 20.30 og frá Landeyjahöfn kl. 22.00. Sú ferð fellur semsagt niður. Við Landeyjahöfn er nú 13-19 metra vindur af suðaustri og öldhæðin 2,1 metri.