Í dag klukkan 17:00 fer fram næst síðasta umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Þá tekur ÍBV á móti Stjörnunni á Hásteinsvellinum í síðasta heimaleik liðsins. Eyjamenn eru í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Breiðabliki sem á sama tíma fær Selfoss í heimsókn. FH-ingar eru svo í þriðja sæti, stigi á eftir ÍBV en þeir fá Keflavík í heimsókn. Stjarnan hefur vakið athygli í sumar fyrir skemmtileg fögn en fyrir fimmtán árum voru Eyjamenn einmitt þekktir fyrir sín fögn.