Sigurður Bragason og handknattleiksdeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um að Sigurður verði áfram þjálfari meistaraflokks kvenna. Samningurinn nær til næstu tveggja keppnistímabila.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV þar sem segir að Siggi hafi sinnt starfinu undanfarin þrjú ár og voru báðir aðilar áhugasamir um áframhaldandi samstarf.
„Við erum ánægð með að vera búin að tryggja okkur krafta Sigurðar áfram og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Vilmar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV.
Aðspurður sagðist Siggi vera í skýjunum með framlengingu og að hann ætlaði sér stóra hluti með liðið á næstu árum. Liðið hefur þegar hafið undirbúning fyrir næsta tímabil.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst