�??Fyrstu kynni mín af pólitík frá degi til dags voru að miklu leyti í gegnum teikningar Sigmunds. Maður beið alltaf spenntur á hverjum degi að sjá hvað hann hafði teiknað í það og það skiptið. Ég hafði mjo�?g gaman af þeim og safnaði um tíma. Svo voru það myndirnar þar sem Sigmund teiknaði stjórnmálamenn á rakettur. Ég safnaði þeim og það fóru ófáir dagar í að leita að þeim fágætustu. Ég mann ennþá hvað ég var glaður þegar ég fann Geir Hallgrímsson, einhvern tíma tók að finna Árna Johnsen og ég man hvar ég fann Jón Helgason. Já, ég hafði mjo�?g gaman af teikningunum og um leið stjórnmálunum sem hann sá í mjo�?g skoplegu ljósi.
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í 4.tbl Eyjafrétta á árinu.