Sigríður hefur í áraraðir vakið athygli fyrir að ferðast um á reiðhjóli �? í hvaða veðri sem er �? og á ferðum sínum verið dugleg við að týna upp rusl, segir í niðurstöðu dómnefndar.
Olís á Arnbergi fékk verðlaun fyrir góðan frágang á lóð og umhverfi en Ingvar Guðmundsson, stöðvarstjóri, tók við verðlaunum fyrir hönd fyrirtækisins.
Verðlaunaafhendingin markar upphaf umhverfisátaks í sveitarfélaginu sem nú stendur yfir. �?á býðst íbúum meðal annars hjálp frá umhverfisdeild Árborgar við að losa rusl og úrgang.
Að lokinni afhendingu fór vösk sveit bæjarstarfsmanna, með bæjarstjórann í fararbroddi, um Selfoss og týndi rusl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst