ÍBV tók á móti ÍR í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld þegar fimmta umferð Olís deildar karla fór fram. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar ósigraðir í deildinni en ÍBV stöðvaði sigurgönguna með eins marks sigri, 32-31 í háspennuleik þar sem úrslitin réðust þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum.
Leikurinn fór hægt af stað og var ekki mikið fyrir augað í fyrri hálfleik. Eyjamenn byrjuðu aðeins betur og komust í 5-3, en þá var komið að ÍR-ingum og skoruðu þeir næstu fjögur mörk leiksins. �?eir voru að spila hægan bolta og náðu að halda Eyjamönnum niðri og héldu þeir forskoti sínu þangað til ein mínúta var eftir að fyrri hálfleik en þá náði Kári Kristján Kristjánsson að jafna leikinn. ÍR-ingar fóru þó inn í hálfleikinn með eins marks forustu en þeir náði að koma boltanum í netið rétt áður en flautan gall.
Síðari hálfleikur var andstæðan miðað við þann fyrri, mun meiri stemmning í báðum liðum. ÍBV byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og þeir leiddu nánast allan síðari hálfleikinn en þegar níu mínútur voru eftir að leiknum virtust Eyjamenn vera komnir með ágætis tak á ÍR-ingum og voru yfir 23-20 en ÍR-ingar neituðu að gefast upp og skoruðu næstu fjögur mörk og voru komnir yfir.
Í stöðunni 29-30 fyrir ÍR vann ÍBV boltann og hann barst á Grétar �?ór Eyþórsson sem var fremsti maður, Arnar Birkir Hálfdánsson braut þá á Grétari �?ór og fékk sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald, ÍBV fékk víti sem Theodór skoraði úr af öryggi og jafnaði leikinn og mínúta eftir. ÍR-ingar komust yfir á nýjan leik, en ungi hornamaðurinn Svanur Páll Vilhjálmsson jafnaði leikinn. ÍR-ingar fóru þá í sókn og fóru illa af ráði sínu, ÍBV vann boltann og að auki fékk Davíð Georgsson rautt spjald. ÍBV voru tveimur mönnum fleiri í síðustu sókn sinni þegar aðeins fimmtán sekúndur voru eftir, Theodór Sigurbjörnsson fór inn úr horninu og skoraði af öryggi og eins marks sigur staðreynd, 32-31.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Theodór Sigurbjörnsson 13, Kári Kristján Kristjánsson 7, Andri Heimir Friðriksson 5, Grétar �?ór Eyþórsson 2, Magnús Stefánsson 2, Svanur Páll Vilhjálmsson 1, Einar Sverrisson 1og Dagur Arnarsson 1.