Karlalið ÍBV í knattspyrnu mætti Val í dag kl. 14:00 en leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Gestirnir, sem tróna á toppi Pepsi-deildarinnar, virtust ekki þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum í dag en Valsmenn voru komnir þremur mörkum yfir eftir tæpar 50 mínútur. Eyjamenn náðu þó að klóra í bakkann en þó ekki nóg til þess að jafna metin, Einar Karl Ingvarsson skoraði sjálfsmark á 54. mínútu og svo bætti Arnór Gauti Ragnarsson við öðru marki í uppbótartíma. Nær komst ÍBV ekki og liðið ekki í góðum málum í botnbaráttunni. Eftir leikinn eru Eyjamenn með 16 stig í 11. sæti, þremur stigum frá Víkingi �?.
Góð endurkoma hjá stelpunum
Kvennalið ÍBV átti einnig leik í dag en topplið Pepsi-deildar kvenna, �?ór/KA, kom í heimsókn á Hásteinsvöllinn í dag kl. 18:00. Gestirnir byrjuðu betur og komust í 2:0 en Kristín Erna Sigurlásdóttir minnkaði muninn í upphafi síðar hálfleiks. Cloé Lacasse jafnaði síðan metin eftir um klukkutíma leik með sannkölluðu glæsimarki, óverjandi fyrir Bryndísi Láru í markinu. �?remur mínútum síðar komust Eyjakonur yfir eftir sjálfsmark Andreu Mistar Pálsdóttur og endurkoman fullkomnuð. 3:2 urðu lokatölur og sigur ÍBV svo sannarlega sanngjarn en þær stjórnuðu ferðinni í síðari hálfleiknum. Eftir 15 umferðir er ÍBV í öðru sæti, sjö stigum frá �?ór/KA.