Sigur og tap í körfunni
18. janúar, 2010
Lið ÍBV í körfuboltanum lék tvo leiki á fastalandinu um helgina. Fyrst var leikið gegn Heklu á Hellu. Eyjamenn unnu sannfærandi sigur, 58:94 en Eyjamenn voru yfir í öllum fjórum leikhlutunum. Daginn eftir var svo leikið gegn Laugdælum á Laugarvatni en þar tapaði ÍBV 95:71. Laugdælir hafa tíu stiga forystu á ÍBV í C-riðli 2. deildar, eru með 18 stig en ÍBV er í öðru sæti með 8.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst