Sigurður Ari Stefánsson var markahæstur hjá Elverum með átta mörk þegar liðið vann stórsigur á Kragerø, 39:26, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Ingimundar Ingimundarson skoraði fjögur mörk fyrir Elverum en Samúel Ívar Árnason komst ekki á blað hjá liðinu, sem Axel Stefánsson þjálfar. Magnús Ísak Ásbergsson skoraði fimm marka Kragerøliðsins. Elverum er í 8. sæti af 12 liðum með 10 stig að loknum 11 leikjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst