Sigurður Bragason, leikmaður og fyrirliði ÍBV hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ. Sigurður fékk að líta rauða spjaldið á 20. mínútu í leik gegn Haukum um síðustu helgi en þetta var í annað sinn í vetur sem fyrirliðinn fékk rauða spjaldið. Fyrir vikið missir hann af leiknum mikilvæga gegn Aftureldingu á laugardag og gegn HK eftir rúma viku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst