Sigurgeir Jónsson – Fjórtánda bókin komin út
21. nóvember, 2024
Sæmdarhjónin í Gvendarhúsi, Sigurgeir og Katrín fengu góða heimsókn í sumar þegar Guðni forseti kíkti í heimsókn.

Afinn og sonardóttirin brúa kynslóðabilið

„Nokkrar af þessum sögum áttu að koma í Vestmannaeyjabókinni en hún var orðinn svo stór og mikil að við Guðjón Ingi hjá Hólaútgáfunni urðum ásáttir um að sleppa smásögunum. Þar lágu þær þar til sonardóttir mín, Katrín Hersisdóttir, fékk veður af þeim og spurði hvort ég ætlaði ekki að gefa út eina bók til viðbótar? Hún var að ljúka námi í samskiptahönnun í Danmörku og vildi myndlýsa bókina eins og það heitir í dag,“ segir Sigurgeir Jónsson í Gvendarhúsi en oft kenndur við Þorlaugargerði.

„Það endaði með því að ég tók saman nokkrar smásögur sem ég átti.  Bætti einni við, sögu sem ég þýddi eftir rithöfundinn og stjórnmálamanninn Jeffrey Archer sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er með lávarðstign og fyrrverandi varaformaður breska Íhaldsflokksins. Algjör snillingur í smásagnagerð sem eiga það sameiginlegt að hafa óvæntan endi. Notaði þær þegar ég var að kenna ensku uppi í Framhaldsskóla og voru nemendurnir mjög hrifnir.

Ég hafði samband við Archer og spurði hvort ég mætti ekki hafa söguna með í safninu honum til heiðurs og var það auðsótt mál,“ segir Sigurgeir um bókina sem fékk nafnið, Fyrir afa, nokkrar smásögur. Hitt eru sögur frá ýmsum tímabilum og sú elsta frá því fyrir gos en hinar eru nýrri af nálinni.

Saga úr daglega lífinu

„Tilurð fyrstu sögunnar er að ég var að labba niðri í bæ, rétt fyrir gos. Sá að utan við Apótekið var ungur nemandi minn úr Barnaskólanum. Ég stóð á bak við vegg og fylgdist með strákum sem voru að kaupa spritt fyrir pabba hans. Það fékk svo á mig að sjá þetta að úr varð smásaga. Hinar eru af ýmsum toga. Tvær svona hálfgerðar draugasögur sem komu í jólablaði Eyjablaðsins hjá Svenna Tomm vini mínum. Hinar eru svo nýrri af nálinni, ýmist sögur sem byggjast á atburðum sem ég eða aðrir hafa upplifað eða hreinn heilaspuni frá sjálfum mér.“

Sigurgeir skrifaði og Katrín myndlýsti. „Þetta var lokaverkefnið hennar í skólanum og vinnuheitið var, Fyrir afa. Guðjón Ingi var svo hrifinn af nafninu að hann heimtaði að bókin yrði látin heita Fyrir afa nokkrar smásögur.“

Fyrir afa er 14. bók Sigurgeirs en flestar hafa þær fjallað um Vestmannaeyjar, mannlíf og félagslíf, siði, hætti og viðburði. „Sumar sögurnar í nýju bókinni gerast í Vestmannaeyjum. Að öðru leyti eiga þær ekkert skylt við fyrri bækur og ég er sáttur að láta nú staðar numið. Ætlaði að stoppa á þessum tveimur barnabókum sem ég sendi frá mér síðast. Þegar svo sonardóttirin vildi að ég gæfi út eina í viðbót lét ég undan. Held þó að nú sé kominn tími til að setja punktinn. Þegar maður er kominn á þennan aldur er það bara eðlilegt. Það er helst að barnabörnin hafi rekið á eftir manni, vilja sjá bók fyrir hver jól.“

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst