Stelpurnar í 5. flokk, eldra ár, í handbolta urðu Íslandsmeistarar í gær. Þær hafa átt ótrúlega flott tímabil í vetur og sigruðu alla leikina sína, þannig að það var aldrei spurning hvar titilinn myndi lenda, framtíðin er björt. Þjálfarar stelpnanna eru þau Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hákon Daði Styrmisson.
Þór Vilhjálmsson formaður aðalstjórnar ÍBV tók á móti stelpunum í gær og færði þeim blómvendi og hamingjuóskir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst