Sindri frá Hornafirði reyndist lítil hindrun fyrir ÍBV en liðin mættust tvívegis í Eyjum um helgina. Í gær vann ÍBV mjög auðveldan sigur en þegar upp var staðið skildu sextíu stig liðin að. Leikurinn í dag var því nánast formsatriði enda voru Eyjamenn ekki í neinun vandræðum með að leggja Sindra aftur að velli. Lokatölur í dag urðu 90:49.