Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í síðustu viku lokahópinn fyrir Evrópumótið í Hollandi sem fram fer í næsta mánuði. Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV, er í hópnum en hún hefur verið að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu undanfarna mánuði.
Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg �?orvaldsdóttir, leikmenn Breiðabliks, eru einnig í hópnum en þær hafa átt fast sæti um árabil. Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur munu ekki taka þátt að þessu sinni en þær eru báðar frá vegna meiðsla.
Stelpurnar okkar hefja leik á EM 18. júlí á móti stórliði Frakklands en í riðlinum eru einnig Sviss og Austurríki.