ÍBV er að ganga frá framlengingu á samningi við spænska framherjann Jose Enrique Seoane Vergara eða Sito, en þetta kemur fram inni á Fótbolti.net
Sito kom til ÍBV í júlí síðastliðnum og átti stóran þátt í að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni með því að skora sex mörk í ellefu leikjum.
�??�?að er komið langt og ætti að klárast fljótlega,” sagði Ingi Sigurðsson í stjórn knattspyrnudeildar aðspurður út í samningamálin hjá Sito.
�??Hann er búinn að koma mjög vel inn í þetta og er öflugur leikmaður. Hann fellur vel inn í samfélagið líka. �?etta er góður drengur í alla staði og hann leggur sig gríðarlega vel fram á æfingum og í leikjum. Við leggjum gríðarlega mikið upp úr því að hafa hann hér áfram. Hann er lykilmaður.”
Englendingurinn Jonathan Barnden hefur gengið frá framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Barnden spilaði 16 leiki í Pepsi-deildinni í sumar, flesta í hægri bakverði.
Ekki er búið að ákveða hvort miðjumaðurinn Mario Brlecic verði áfram. Mario kom til ÍBV um mitt sumar en samningur hans er að renna út. Að sögn Inga mun nýr þjálfari ÍBV ákveða framtíð Mario hjá félaginu.
Kantmaðurinn Dominic Adams er hins vegar á förum. Dominic spilaði einungis fimm leiki í sumar en hann kom til ÍBV fyrir sumarið 2014. �?á spilaði hann sjö leiki áður en hann sleit krossband.
Eyjamenn enduðu í 10. sæti í Pepsi-deildinni í sumar en stefnan er sett ofar að ári. �??Við stefnum að því að styrkja okkur í haust og erum eins og öll önnur lið vakandi fyrir því að ná í sterka leikmenn,” sagði Ingi.