Í heilsublaðinu sem fylgdi nýjasta tölublaði Eyjafrétta var þessi uppskrift af dásamlegri köku eftir Berglindi Sigmars.
Botn
150 gr möndlur
150 gr döðlur (steinlausar)
50 gr kókos
2 matsk kókosolía, fljótandi
örlítið sjávarsalt
Aðferð – botn
1. Hitið ofn í 180 gr. C
2. Setjið allt í matvinnsluvél og vinnið þar til þetta er komið saman.
3. Setjið smjörpappír í hringlaga form og þjappið í botninn, látið deig upp með köntum einnig.
4. Bakið í 10-15 mín eða þar til botnin fer að gyllast á köntunum.
Fylling
1 avókadó
3 matsk kókosolía, fljótandi
1 banani (vel þroskaður)
3-4 matsk fljótandi sæta, lífrænt hlynssíróp eða annað
safi úr einni sítrónu eða um 2 lime
örlítið salt
Aðferð �?? fylling
1. Allt maukað saman í matvinnsluvél og hellt yfir botninn, sett í frysti.
Mér finnst hún best 10-15 mín eftir að hún er tekin úr frysti.
�?á er auðvelt að skera hana og hún rosalega fersk og góð, æðisleg með þeyttum rjóma. �?g sigta stundum lífrænan flórsykur yfir hlut af henni, bara sem skraut.
�?ú finnur Gott á facebook
hérna og instagram
hérna.