Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum, ákvað á fundi sínum í gær að stilla upp framboðslista við bæjarstjórnarkosningarnar í vor, en viðhafa ekki prófkjör. Ekki var þó kosinn uppstillingarnefnd að svo stöddu. Eftir því sem best er vitað, er líklegt að flestir ef ekki allir núverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru fjórir, hafi áhuga á áframhaldandi bæjarfulltrúastarfi.